Tilkynningin sem við sendum fjölmiðlum

Við viljum ítreka að tilgangur sameiginlegrar tilkynningar okkar var að gera
grein fyrir þeim ástæðum sem lágu að baki þeirri ákvörðun að ekki væri þörf á
fulltrúa frá Hag í Hafnarfirði á upphaflega álversfundinn. Við vorum
einfaldlega að verja þá ákvörðun sem tekinn var.

Viljum við þó vekja athygli á því að eins og kemur fram í yfirlýsingu okkar
hefur fundurinn nú verið lengdur og fjölgað í pallborði. Af þeim sökum hefur
Hag í Hafnarfirði ásamt öðrum verið boðinn þátttaka á fundinum 28. mars
næstkomandi.

 Við viljum einnig benda á að sú frétt sem birtist á visir.is í dag er alröng. Við segjum hvergi að félagið Hag Hafnarfjarðar  komi ekki fram með nein ný sjónarmið. Þessi málatilbúnaður er hrein vitleysa og útúrsnúningur af verstu sort. Eins og kemur fram í tilkynningu okkar sem birtist hér á mbl.is þá segir:

Þau rök Hags Hafnarfjarðar að þau séu fylgjandi stækkun á öðrum forsendum en Alcan og ættu skilyrðislaust að fá að koma eru ekki fullnægjandi, enda eru mörg félög andvíg stækkun á öðrum forsendum en Sól í Straumi þó svo að þeim sé ekki boðið.

 Eins og sést er algjörlega verið að snúa út úr orðum okkar og þykir mér þetta hreint arfaslök æsifréttamennska af hálfu visir.is.  Og meira er ekki um þetta að segja!


mbl.is Hag Hafnarfjarðar boðið að taka þátt í pallborði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Hvaða félög önnur eru yfirlýst andvíg stækkun og koma fram sem slík?

Jóhanna Fríða Dalkvist, 16.3.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Kristján Valgeir Þórarinsson

Ja ég get ekki séð annað en að t.d Framtíðarlandið sé yfirlýst á móti stækkun. Á heimasíðu þeirra stendur t.d:

Ef álverið í Straumsvík verður stækkað eins og áætlað er, verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því eina álveri jafnmikil og frá öllum bílaflota Íslendinga. Framtíðarlandið hvetur alla félagsmenn til að skrifa greinar í blöðin og lýsa þar persónulegum skoðunum sínum á áformum um stækkun álversins í Straumsvík, og álver í Helguvík og á Húsavík, og vekja ráðamenn og aðra Íslendinga til vitundar um þau neikvæðu áhrif sem slíkar framkvæmdir hafa á efnahag, náttúru og einingu þjóðarinnar.

Kristján Valgeir Þórarinsson, 16.3.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Já það er rétt hjá þér, en Framtíðarlandið er á landsvísu (Framtíðarlandið er heldur ekki "mörg félög"). Hagur Hafnarfjarðar og Sól í Straumi eiga það sameiginlegt að vera að berjast fyrir íbúa Hafnarfjarðar sérstaklega, í sambandi við eingöngu stækkun Isal, ekki Helguvík, Húsavík, virkjanir og þess háttar.

Hagur Hafnarfjarðar og Sól í Straumi eru þau félög sem standa jafnt í þessari baráttu og eru að berjast á sömu forsendum, þ.e fyrir fólkið í Hafnarfirði. Held að enginn geti neitað því þó hann langaði mikið til. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 16.3.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Kristján Valgeir Þórarinsson

Alveg sammála því. Það er núna vonandi búið að gera jafnt við alla fundinn og ég býst við líflegum og skemmtilegum umræðum. 

Kristján Valgeir Þórarinsson, 16.3.2007 kl. 14:24

5 Smámynd: Kristján Valgeir Þórarinsson

þarna á að standa fyrir fundinn. 

Kristján Valgeir Þórarinsson, 16.3.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Já, kærar þakkir fyrir það.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 16.3.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband